Einhyrningskaka



Þessi krúttlega einhyrningsfærsla er í boði Lillýar vinkonu, kökumeistara með meiru. Ég plata hana reglulega til að stökkva yfir til mín og leyfa mér að taka myndir af gersemunum sem hún gerir og hér er á ferðinni Betty glúteinlaus kaka með Betty smjörkremi þar sem báðar dætur hennar eru með glúteinóþol.

Unicorn cake

Þrátt fyrir að ég eigi þrjár stelpur hef ég enn ekki gerst svo fræg að útbúa sjálf einhyrningsköku en ætli það komi ekki að því þegar sú yngsta fer að hafa skoðanir á hlutunum. Ég er því mikið glöð að geta deilt þessari fallegu köku með ykkur í boði Lillýar.

Unicorn

Meistaraverk! Rósir og stjörnur sprautaðar á með mismunandi stútum og litum í bland og hornið og eyrun voru pöntuð á Ali Express. Það er ekkert heilagt við einhyrningsskreytingar og um að gera að leika sér með mynstur og liti.

Einhyrningur

Það er bara mikilvægt að reyna að ná kökunni aðeins hárri og tignarlegri því þá kemur þessi skreyting betur út.

Hér var notast við 2 x Betty Crocker Gluten Free súkkulaðimix sem skipt var í þrjú 20 cm kökform. Síðan í heildina voru 4 x Betty Crocker Vanilla frosting dósir hrærðar upp með 400 g af flórsykri. Hluti setur á milli laga og restin utan um og skipt niður í skálar og litað eftir smekk.

Augun voru teiknuð á með svörtum matarlit og pensli, síðan kökuskrautsperlur settar yfir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun