Sælgætismolar



Döðlugott

Þessir molar urðu til við tilraunastarfsemi í eldhúsinu. Bæði döðlugott og lakkrísgott hefur verið útbúið í tonnavís á þessu heimili og okkur þykja líka Rice Krispies kökur mjög góðar. Úr varð nokkurs konar blanda af þessu öllu og samkvæmt Sunnu nágranna var þetta besta Rice Krispies gott sem hún hefur smakkað!

Rice Krispies gott

Sælgætismolar uppskrift

  • 450 g saxaðar döðlur
  • 100 g púðursykur
  • 230 g smjör
  • 150 g sýróp
  • 150 g suðusúkkulaði (í blönduna)
  • 300 g lakkrískurl
  • 150 g Rice Krispies
  • 400 g suðusúkkulaði (til að smyrja ofan á)
Lakkrísgott
  1. Setjið döðlur, púðursykur, smjör og sýróp í pott og hitið við meðalháan hita í um 10-15 mínútur þar til döðlurnar mýkjast og úr verður hálfgert mauk. Mikilvægt er að hræra stanslaust í pottinum á meðan.
  2. Súkkulaðið fer saman við döðlublönduna þegar hún er við það að verða tilbúin og hrært í þar til það er bráðið og þá er blandan tekin af hellunni.
  3. Rice Krispies og lakkrískurli er að lokum blandað vel saman við og blöndunni hellt í kökuform íklætt bökunarpappír (um 20x30cm) og sett í frysti í um 20 mínútur.
  4. Suðusúkkulaðið er þá brætt og smurt ofan á og blandan sett aftur  í frysti í um 30 mínútur.
  5. Gott er að lyfta öllu saman upp úr forminu á bökunarpappírnum, snyrta kantana og skera síðan í teninga, um 2×2 cm í þvermál. Blandan gefur um 60-70 stk af slíkum molum.
Rice Krispies molar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun