Laxa- og rækjubrauðterta⌑ Samstarf ⌑
Brauðterta

Hver elskar ekki brauðtertu? Maðurinn minn er klárlega í þeim hópi og gat hann varla beðið á meðan þessi var útbúin. Foreldrar mínir og tengdaforeldrar komu í kaffi ásamt nokkrum vinum og fékk þessi blanda toppeinkunn frá öllum sem hana smökkuðu svo ykkur er svo sannarlega óhætt að prófa.

Mér verður sérstaklega hugsað til fyrrum samstarfskonu minnar við þessi skrif því hún eeeeeeeelskar majónes, nefni engin nöfn en geri ráð fyrir hún verði komin í brauðtertugerð strax í dag!

Laxa- og rækjubrauðterta

Ég reyndi eins og ég gat að „poppa“ aðeins upp á hið hefðbundna brauðtertuútlit en síðan er bara ákveðin nostalgía í því að gera þetta á gamla mátann svo ætli ég hafi ekki farið svona hálfa leið með þetta.

Hellmann's

Laxa- og rækjubrauðterta uppskrift

 • 4 x rúllutertubrauð
 • 500 g Hellmann‘s majónes (+ ca 200 g í skreytingu)
 • 1 dós (180 g) sýrður rjómi með graslauk og lauk
 • 1 dós (180 g) sýrður rjómi (36% eða 18%)
 • Salt, pipar, karrý og aromat eftir smekk
 • 2 tsk sítrónusafi
 • 2 x vorlaukur
 • ½ rauð paprika
 • 13 harðsoðin egg (+ 3 í skreytingu)
 • 500 g rækjur (+ ca 200 g í skreytingu)
 • 200 g reyktur lax (+ ca 200 g í skreytingu)
 1. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma þar til vel blandað og kryddið til með salti, pipar, karrý og aromat. Kreistið sítrónusafann saman við og blandið vel.
 2. Saxið paprikuna og vorlaukinn smátt niður og skerið eggin niður í litla bita með eggjaskera.
 3. Skolið rækjurnar og þerrið ásamt því að skera laxinn í smáa bita (saxa hann niður).
 4. Blandið öllu saman við majónesblönduna.
 5. Skiptið jafnt á milli laganna þriggja (brauð efst og neðst).
Laxabrauðterta

Samsetning og skreyting

 • Byrjið á því að skera út rúllutertubrauðin svo þau passi í hringlaga smelluform (um 23-25 cm í þvermál).
 • Setjið fyrsta brauðið í botninn á smelluforminu á fallegum kökudisk.
 • 1/3 af fyllingunni er smurt yfir og endurtekið þrisvar sinnum (brauð efst).
 • Að lokum er tertan smurð með majónesi að utan og skreytt eftir ykkar höfði (ég notaði sítrónusneiðar, rækjur, egg, lax, papriku, radísur og kóríanderlauf að þessu sinni).
Hellmanns

Það má líka alveg nota rúllutertubrauðin án þess að skera þau og setja bara minna af blöndu á milli í hverju lagi og hafa þannig stærri, ferkantaða brauðtertu.

Rækjubrauðterta

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun