Toblerone bollakökur



⌑ Samstarf ⌑

Það er engin uppskrift sem ég hef prófað með Toblerone sem hefur klikkað, Toblerone súkkulaðimúsin sló rækilega í gegn um árið og hef ég heyrt margar frægar sögur af henni um allan bæ þar sem allir virðast elska hana jafn mikið og ég. Ef þið sláið „Toblerone“ í leitina hér á síðunni fáið þið upp ýmsar girnilegar uppskriftir ef þið hafið áhuga.

Súkkulaðibollakökur

Hér eru á ferðinni einar bestu bollakökur sem ég hef bakað. Smakkendur gáfu henni allt að 10+ í einkunn svo mig grunar að þessi verði bökuð reglulega á þessu heimili.

Toblerone kökur

Hér fyrir neðan finnið þið uppskriftina af þessari dásemd.

Toblerone bollakökur

Toblerone bollakökur uppskrift

Bollakökur

  • 80 g Toblerone
  • 80 g suðusúkkulaði
  • 40 g bökunarkakó
  • 110 ml kaffi
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 120 g hveiti
  • 120 g sykur
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk matarsódi
  • 6 msk matarolía
  1. Hitið ofninn 175°C.
  2. Bræðið Toblerone og suðusúkkulaði saman og setjið í hrærivélarskál ásamt bökunarkakó og kaffi og blandið vel.
  3. Pískið eggin saman og bætið vanilludropunum saman við þau og hellið öllu saman við súkkulaðiblönduna.
  4. Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna ásamt matarolíunni.
  5. Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.

Krem og skreyting

  • 130 g smjör við stofuhita
  • 3 msk bökunarkakó
  • 400 g flórsykur
  • 100 g brætt Toblerone
  • 2 tsk vanilludropar
  • 4 msk kaffi
  • 12 stk Toblerone bitar og um 100 g af söxuðu Toblerone til skrauts
  1. Þeytið saman smjör og bökunarkakó og bætið flórsykrinum saman við á víxl við brætt Toblerone, vanilludropa og kaffi.
  2. Skafið nokkrum sinnum niður á milli og setjið í sprautupoka þegar vel slétt og fellt.
  3. Gott er að nota hringlaga stút um 1,5 cm í þvermál og fara tvo hringi.
  4. Síðan er söxuðu Toblerone þrýst létt upp á neðri hlutann og einum bita af Toblerone stungið í toppinn til að skreyta.
Toblerone bakstur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun