Mamma mín átti afmæli á dögunum og þar sem hún er mikill „tiger“ aðdáandi ákvað ég að útbúa handa henni bollakökur í þeim dúr. Ég fann þessi bollakökuform erlendis fyrir langa löngu en að sjálfsögðu má baka þessar kökur í hvaða formum sem er 🙂
Bollakökur
- Betty Crocker Devils Food Cake Mix
- 1/2 poki af Royal karamellubúðing
- 3 Mars stykki
- Kælið Mars stykkin á meðan deigið er útbúið.
- Útbúið kökumixið samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema bætið duftinu af 1/2 karamellubúðing útí í lokið og blandið létt.
- Skerið Mars stykkin niður í bita c.a 1x1cm.
- Hrærið súkkulaðibitunum saman við deigið með sleif.
- Skiptið jafnt á milli 20-22 bollakökuforma.
- Bakið í um 15-18 mínútur við 160 gráður (blástursofn).
Smjörkrem
- 125gr smjör við stofuhita
- 400gr flórsykur
- 60gr bökunarkakó
- 2tsk vanilludropar
- 1 eggjahvíta
- 3 msk sýróp
- Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið varlega þar til slétt og fellt súkkulaðikrem hefur myndast.
- Setjið í sprautupoka og skreytið kældar kökurnar (hér notaði ég stút 1M frá Wilton og skreytti með sykurperlum, súkkulaðikúlum og smá glimmeri)
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó