Bollakökur
• 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
• 4 egg
• 1 ½ dl matarolía
• 2 ½ dl mjólk
• 2 ½ dl súrmjólk/ab mjólk
• 1 pk súkkulaði Royal búðingur
1. Hrærið saman öllu nema Royal búðingnum þar til vel blandað og örlítið létt í sér.
2. Bætið búðingsduftinu saman við í lokin og hrærið stutta stund.
3. Skiptið niður í 20-24 bollakökur.
4. Bakið við 160°C þar til prjónn kemur hreinn út (c.a 15-20 mín).

Karamellukrem
• 225 gr smjör
• 5 dl púðusykur
• 180 ml rjómi
• ½ tsk salt
• 300 gr flórsykur
1. Bræðið smjör í potti á lágum hita og bætið púðursykri og rjóma útí.
2. Hrærið í yfir meðalhita þar til sykurinn er alveg uppleystur, bætið þá saltinu útí.
3. Hækkið hitann og leyfið að sjóða (bubbla) í 2-3 mínútur.
4. Takið af hitanum og kælið niður þar til þykknar.
5. Þegar karamellan hefur kólnað vel niður (má vera örlítið volg) hrærið þá flórsykrinum saman við og setjið minna ef þið viljið þynnra krem, meira ef þið viljið þykkja það örlítið frekar.
6. Sprautið á kökurnar eða smyrjið, hér er notast við stút 1 M frá Wilton og sprautað ríkulega af kremi á hverja köku.
Skraut
• 12 stk English Creamy Toffees karamellur
• 4 msk rjómi
• 3 stk Snickers smátt söxuð
1. Hitið rjóma og karamellur saman yfir meðalhita þar til bráðið.
2. Kælið niður þar til karamellan þykknar.
3. Setjið karamelluna í zip lock poka og „drisslið“ yfir hverja köku þegar búið er að setja á hana krem.
4. Stráið að lokum söxuðu Snickers á toppinn.