Súkkulaði og lakkrís bollakökur
- 2 bollar hveiti
- 1 ½ bolli sykur
- 8 msk bökunarkakó
- 1 tsk salt
- 1 tsk matarsódi
- 3 egg
- 2 tsk vanilludropar
- ¾ bolli olía
- 1 bolli kalt vatn
- 100gr saxað lakkrískurl
- 100gr gróft saxað suðusúkkulaði
- 100gr gróft saxað hvítt súkkulaði
- Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar.
- Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér.
- Bætið þurrefnunum rólega samanvið og skafið vel niður á milli.
- Bætið lakkrískurli ásamt dökku og hvítu súkkulaði við í lokin og blandið útí (deigið verður vel þykkt og „chunky“)
- Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í um 20 mínútur.
Saltlakkrís frosting
5 stórar eggjahvítur
1 bolli sykur
¼ tsk Cream of tartar
Örlítið salt (fínt)
1 msk saltað lakkríssýróp (má nota meira ef þið viljið sterkara bragð)
Setjið allt nema lakkríssýrópið í skál og hrærið saman með písk. Sjóðið vatn í potti (rúmlega botnfylli) þar sem skálin getur hvílt á og pískið blönduna yfir hitanum þar til sykurinn er allur uppleystur. Getið tekið smá af blöndunni og nuddað milli tveggja fingra og þegar engar sykuragnir finnast er blandan tilbúin (um 4 mín).
Færið þá skálina yfir í hrærivélastandinn/gerið handþeytara tilbúinn og þeytið á „low speed“ í 4 mínútur, því næst á „medium speed“ í 7 mínútur og undir lokin á „high speed“ í um 2 mínútur. Að lokum er sýrópið sett útí stífa blönduna og hrært á „low speed“ þar til allt er orðið ljósbrúnt á litinn. Varist að ofvinna þetta krem því þá fellur það frekar.
Sprautið kreminu á bollakökurnar og skreytið að vild. Best er að geyma kökur með þessu kremi í kæli því þá fellur það síður.
Hugmyndin af þessum lakkrísbollakökum kviknaði þegar ég heyrði af bollakökum með smjörkremi frá henni Elsu sem eitt sinn kom á námskeið til mín. Hún hafði sett sýrópið í smjörkrem og á súkkulaðibollakökur svo það er greinilega hægt að leika sér með þetta hráefni að vild.
Lakkríssýrópið er frá LAKRIDS by Johan Bulow og keypti ég það í Epal.
2 Replies to “Saltlakkrís bollakökur”