Hrekkjavökupartý



14713530_10157662868645381_3729307662291335948_n

Senn líður að „Halloween“ og mögulega einhverjir farnir að huga að hræðilegum veisluhöldum. Í fyrra héldu dóttir mín og vinkona hennar saman upp á 12 ára afmælið sitt fyrir skautastelpurnar og var hrekkjavökuþema við völd. Það er oft ýmislegt ógeðslegt í boði í hrekkjavökuboðum en okkur tókst að gera nokkuð sakleysislegar hrekkjavökuveitingar og vonandi getið þið nýtt ykkur þessar hugmyndir!

Ormakakan mikla

14721708_10157662869055381_7730402878899943909_n

Afmælistertan var súkkulaðikaka í 6 lögum, hulin með lakkrís, muldu Oreo stráð yfir allan toppinn og því næst hlaupormum komið fyrir á víð og dreif. Við bökuðum tvöfalda Betty Crocker súkkulaðiköku. Bökuðum 3 x 20cm botna sem allir voru síðan teknir í tvennt. Appelsínugulu vanillusmjörkremi smurt á milli og  súkkulaðismjörkremi ofan á kökuna. Athugið að aðeins 1,5 kökumix þarf í þrjá botna og restina notuðum við í bollakökurnar.

Hér fyrir neðan sjáið þið ferlið í grófum dráttum.

hrekkjavökukaka

Súkkulaði kökupinnar

Huldir með svörtu Candy Melts og skreyttir með kökuskrauti.

14716260_10157662869385381_4222095430684292611_n

Draugabollakökur

14606489_10157662869250381_6659250917629039964_n

Þessar bollakökur eru Betty Crocker Devils kökumix, smá súkkulaði smjörkremi smurt ofan á og því næst muldu Oreokexi stráð þar yfir. Síðan er útbúið Frosting eggjahvítukrem og stór hringlaga stútur notaður til að sprauta í drauga (notið þessa Frosting uppskrift hér). Þegar Frosting kremið hefur náð að taka sig aðeins málið þið augu með svörtum matarlit og litlum pensli.

Bollakökur

Með vanillu smjörkremi og kökuskrauti

6

Jello heili í skál

14718693_10157662868665381_3285673283752086508_n

Jarðaberja-Jello útbúið samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema smá rjómi settur útí í lokin (um 1 msk). Jelloinu síðan hellt í litlar skálar og smá rauðum matarlit sprautað ofan á áður en þykknar. Tyggjókúlur málaðar með matarlitapennum eins og augu og komið fyrir þegar hlaupið hefur tekið sig.

Rice Krispies grasker

14671293_10157662869225381_2404962832624186088_n

Sykurpúða Rice Krispies rúllað í kúlur þegar volgt, brúnu sælgæti (notaði brúnan lakkrís) og grænu Tic Tac stungið í toppinn áður en harðnar, sjá uppskrift hér.

Útskorin grasker með kerti tóku á móti afmælisgestunum.

14590238_10157662869480381_8371391860185367034_n

Nokkrar myndir úr Hrekkjavökupartýinu

4 3 2 1

5

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun