Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Graskers kökupinnarHrekkjavakan nálgast!!!

Við Íslendingar tökum í auknum mæli þátt í Halloween, eða Hrekkjavökunni. Eftir búsetu okkar fjölskyldunnar í Bandaríkjunum smituðumst við algjörlega af þessari bakteríu og þykir mjög gaman að skreyta, hrekkja og fara í skemmtileg gervi í kringum 31.október 🙂

Ég luma á nokkrum skemmtilegum kökupinnahugmyndum fyrir Hrekkjavökuna og mun setja inn fleiri tillögur í þeim efnum á næstu dögum. Hér á síðunni er að finna nokkrar hugmyndir og stefni ég á að setja inn eitthvað nýtt í þetta albúm ár hvert.

Graskers – kökupinnar

Hvað þarf til?

  1. Kældar kökukúlur (Hægt að nota hvaða blöndu sem er en sniðugt er að baka vanilluköku og setja appelsínugulan matarlit útí því þá verða þær eins á litinn að utan sem innan)
  2. Appelsínugult Candy-Melts
  3. Grænt ílangt nammi (að þessu sinni skar ég lakkrísfyllt nammi til helminga, einnig hef ég notað Tic-Tac o.fl)
  4. Svartan matarlit og tannstöngla (eða matarlits-penna)
  5. Kökupinnaprik
  6. Frauðplast

Aðferð

  1. Bræðið hjúpinn og hafið nammi, kökupinnaprik og frauðplast tilbúið.
  2. Dýfið kúlunni í hjúpinn samkvæmt grunnskrefum í kökupinnagerð.
  3. Áður en hjúpurinn storknar um of, stingið græna namminu í toppinn á kúlunni og þrýstið örlítið svo það festist í hjúpnum.
  4. Málið/teiknið andlit.

Þegar hjúpurinn hefur storknað alveg má mála andlit á með svörtum matarlit og tannstöngli eða matarlits-penna. Penninn er fljótari að þorna svo gott er að nota slíkan en tannstöngullinn virkar alveg eins vel, gætið þess bara að leyfa matarlitnum alveg að þorna áður en þið geymið pinnana (hann getur annars runnið til og kámast um allt).

Aðrar spennandi færslur

One Reply to “Graskers kökupinnar”

Leave a Reply

Your e-mail address will not be published. Required fields are marked *

Nýlegar færslur

Vinsælar færslur

Fylgstu með á Instagram