Rice Krispies grasker



Grasker

  • 3 msk smjör
  • 1 poki sykurpúðar (um 40stk)
  • 5 bollar Rice Krispies
  • Appelsínugulur matarlitur

Skraut

  • Brúnn lakkrís eða annað brúnt sælgæti skorið niður í litla bita/strimla.
  • Grænt Tic-Tac eða annað grænt sælgæti

Aðferð

  1. Bræðið smjörið í potti við lágan hita.
  2. Bætið sykurpúðunum útí og hrærið þar til þeir hafa bráðnað saman við smjörið.
  3. Setjið nokkra dropa af appelsínugulum (eða rauðum og gulum í bland) matarlit í blönduna og hrærið vel, bætið við eftir því hversu dökk þið viljið hafa graskerin.
  4. Bætið Rice Krispies útí, einum bolla í einu og hrærið vel.
  5. Setjið bökunarpappír á bakka og setjið til hliðar
  6. Leyfið blöndunni að kólna örlítið áður en þið taki kúfaðar matskeiðar og rúllið í kúlu (gott að spreyja PAM matarolíuspreyi á hendur og skeið).
  7. Stingið brúnu og grænu skrauti á toppinn og færið yfir á bökunarpappírinn.

Graskerin eru fljót að taka sig og hægt er að geyma þau í ísskáp í allt að eina viku án þess þau skemmist (mögulega lengur).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun