Eftir kökupinnanámskeið hjá mér í kvöld skellti ég því sem eftir var af kúlunum í brúnan hjúp með hvítu kökuskrauti þar sem ómögulegt var að láta þetta fara til spillis.
Ákvað að skella inn þessum myndum þar sem útfærslumöguleikar kökupinna eru óendanlegir.
Hér er ég með súkkulaðiköku með vanillukremi hjúpaða í bland af Suðusúkkulaði og dökkbrúnu Candy Melts. Að þessu sinni setti ég pinnana á hvolf og stráði hvítu kökuskrauti yfir að lokum.
Næsta sunnudag verður kökupinnanámskeið fyrir hressa krakka á öllum aldri og eru enn tvö sæti laus fyrir áhugasama.