Dúmbó kakaDúmbó kaka

Þessa dúlluköku útbjó ég fyrir lítinn vin í gær. Skreytingin er í sjálfu sér einföld en ég mátti til með að setja inn mynd af kökunni því þetta krúttlega kökuskilti gerir hana svo fallega.

Afmæliskaka

Kakan sjálf er eins og oft áður þegar ég geri afmæliskökur 1 x Betty súkkulaðimix skipt í 3 x 15cm form og skreytt með súkkulaðismjörkremi á milli og vanillu Betty frosting að utan.

Silver cake

Ég dró bláa og gráa tóna í þessa köku og blandaði gráum og bláum í stjörnupokann svo stjörnurnar urðu aðeins marglitar. Síðan setti ég silfurgrátt kökuskraut neðst á kökuna.

Til þess að gera það er best að setja kökudiskinn ofan á ofnskúffu og hella skautinu í skál. Taka góða lúku og leggja lófann varlega að kökunni neðst og ýta skrautinu í lófanum aðeins upp með kökunni. Umfram kökuskraut dettur þá ofan í ofnskúffuna og hægt að hella því aftur í skálina. Svo þarf bara að sópa auka kökuskrautið af disknum og þjappa því sem er á kökunni aðeins en alls ekki ýta því of fast inn í kremið því það er ekki eins fallegt.

Dumbo cake

Þetta fallega kökuskilti fékk ég hjá Hlutprent.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun