Á dögunum átti einn lítill Spiderman-frændi afmæli og útbjó ég kökupinna fyrir hann með köngulóarvefsmunstri.
Innihaldið er súkkulaðikökupinnar líkt og þessir hér með Betty Crocker kökumixi og síðan dýfði ég í blátt og rautt Candy melts og leyfði því að storkna áður en vefurinn var sprautaður á.
Til þess að gera vefinn þá bræddi ég svart Candy melts án þess að þynna það, setti í lítinn zip-lock poka og klippti pínulítið gat á eitt hornið. Síðan er gott að sprauta 2x í kross (með því að fara sitthvoru megin við prikið að sjálfsögðu) og leyfa því að storkna fyrst þannig (kemur í veg fyrir að þið dragið línurar með ykkur í næsta skrefi). Að lokum sprautaði ég 2 litla „boga“ í hverju hólfi og þá ættuð þið að vera komin með fínasta köngulóarvefsmunstur á pinnann ykkar.
Vilt þú læra að útbúa kökupinna?
Skráðu þig þá á síðasta kökupinnanámskeiðið þar til í vor á gotteri@gotteri.is
Námskeiðið verður haldið þann 15.mars milli kl:15:00-18:00