Gotterí og gersemar

Bláir súkkulaði kökupinnarÞessir bláu kökupinnar voru í skírnarveislu hjá vinum okkar á dögunum. Þetta eru einfaldir súkkulaði kökupinnar sem dýft er í mislitan bláan súkkulaðihjúp og skreyttir með hvítu kökuskrauti.

Kökukúlurnar

  • 1x Betty Crocker Devils kökumix (bakað skv.leiðbeiningum á pakka)
  • 1/2-2/3 af Betty Crocker Vanilla Frosting
  • 2 pokar af Candy Melts
  • Matarolía til þynningar
  • Kökupinnaprik (um 30stk)
  • Kökuskraut

Aðferð

  • Myljið kökuna og blandið kreminu saman við.
  • Rúllið í jafnstórar kúlur (um 1msk hver), plastið og kælið í 2-3 klst (eða yfir nótt).
  • Bræðið Candy Melts og þynnið ef þarf.
  • Dýfið pinnunum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að læra kökupinnagerð er hægt að skrá sig á námskeið 1.nóvember – nánari upplýsingar á gotteri@gotteri.is 

Myndir frá kökupinnanámskeiði 

 

3 Replies to “Bláir súkkulaði kökupinnar”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *