Í dag er akkúrat ár síðan þessir kökupinnar voru á boðstólnum í fertugsafmæli vinkonu minnar. Í dag fór ég að ég fór að hugsa um glamúrpartýið fyrir ári síðan og áttaði mig á því að ég hafði ekki enn sett myndir af pinnunum hingað inn.
Þemað var svart og gyllt og að sjálfsögðu urðu kökupinnarnir að vera í stíl!
Svartir stjörnu-kökupinnar:
- Betty Crocker súkkulaðikaka í bland við Betty Crocker vanilla frosting
- Svart Candy Melts (til að dýfa í)
- Svört plast-kökupinnaprik
- Kökuskraut – gylltar þunnar stjörnur (keyptar í USA) og að hluta gylltur skrautsykur
Gull glimmer-kökupinnar:
- Betty Crocker vanillu kökumix í bland við Betty Crocker vanilla frosting
- Hvítt Candy Melts (til að dýfa í)
- Svört plast-kökupinnaprik og gyllt kokteilprik úr Tiger
- Gullkökusprey og gulllitað glimmer (Gott er að nota sprey eða „gullmálningu“ í krús og pensla á….strá svo ríkulega af glimmer yfir áður en þornar)