Gotterí og gersemar

Fjölskyldupizza⌑ Samstarf ⌑

Þessa einföldu og góðu pizzu gerði ég á dögunum fyrir Gott í matinn. Hér kemur uppskriftin fyrir ykkur að njóta.

Pizzabotn

 • 10 dl hveiti
 • 1 poki þurrger
 • 2 tsk salt
 • 4 dl volgt vatn
 • 3 msk matarolía

Álegg

 • Heimilisostur
 • Pepperoni
 • Skinka
 • Paprika
 • Sveppir
 • Pizzasósa
 1. Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
 2. Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
 3. Spreyið stóra skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í 1 klst.
 4. Skiptið deiginu niður í 3-5 pizzur eftir því hversu stórar þið viljið hafa þær og fletjið þunnt út.
 5. Smyrjið með pizzasósu, stráið osti yfir botninn,raðið álegginu á og stráið smá osti yfir aftur í lokin.
 6. Bakið við 220°C í 12-15 mínútur.

Það er svo þægilegt að grípa tilbúinn rifinn ost þegar gera skal pizzu!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fylgstu með á Instagram