
Hér eru á ferðinni dúndurgóðir kjúklingaleggir sem bornir eru fram með Hellmann’s hvítlauksmajónesi og kartöfluteningum.

Þessir hurfu í það minnsta á örskotsstundu á þessu heimili og stelpurnar eru búnar að panta þetta aftur í matinn fljótt svo það eru klárlega góð meðmæli! Sítrónukeimurinn gefur ferskan blæ og hvítlauksmajónesið er hin fullkomna dressing með þessu.

Sítrónukjúklingur með hvítlauksmajó uppskrift
Kjúklingur
- 2 pk kjúklingaleggir (12-14 stk)
- 80 ml ólífuolía
- 1 sítróna
- 2 tsk hvítlauksduft
- 2 tsk salt
- ½ tsk svartur pipar
- 2 tsk paprikuduft
- 2 tsk oregano
- Blandið öllu nema kjúklingaleggjum saman í skál og pískið saman.
- Þerrið leggina og komið fyrir í stórum zip lock poka.
- Hellið kryddleginum ofan í pokann og nuddið vel saman, kælið í að minnsta kosti klukkustund, best er að ná nokkrum klukkutímum eða jafnvel yfir nótt.
- Bakið í ofni við 220°C í um 20 mínútur, snúið einu sinni og bakið í 10 mínútur til viðbótar. Einnig má grilla leggina úti en þá þarf skemmri tíma.
- Berið fram eina og sér með hvítlauksmajónesi eða einnig með kartöfluteningum, salati eða öðru (Hér eru leggirnir með hvítlauksmajónesi og kartöfluteningum, sjá uppskrift að neðan).
Meðlæti
- Hellmann‘s hvítlauksmajónes
- 3 bökunarkartöflur
- Ólífuolía, salt, pipar og hvítlauksduft
- Skrælið og skerið niður bökunarkartöflur í litla teninga (um 1cm í þvermál).
- Steikið upp úr ólífuolíu á miðlungsháum hita þar til þeir mýkjast og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
- Gott er að bæta aðeins meiri olíu á pönnuna eftir þörfum og hræra vel í, það tekur um 20-25 mínútur fyrir kartöflurnar að brúnast og mýkjast svo tilvalið er að elda þær á meðan kjúklingurinn er í ofninum.

Mmmmm…..
