
Þessi brauðsneið er fullkomin í brönsinn, í hádeginu eða hvenær sem er!
Brauðsneið með osti, avókadó og hleyptu eggi
- Súrdeigsbrauð
- Óðals Havartí í sneiðum
- Avókadó í sneiðum
- Klettasalat
- Mulið beikon
- Hleypt egg
- Salt og pipar
- Steikið beikon þar til stökkt og leggið á pappír til að ná fitunni úr, myljið niður og leggið til hliðar.
- Skerið avókadó í sneiðarog takið til klettasalat.
- Útbúið hleypt egg og leggið til hliðar á pappír. Þetta er gert með því að sjóða vatn í potti, lækka hitann þegar það fer að bubbla, brjóta eggið í skál og leggja til hliðar. Þá er sleif tekin og vatninu hrært í hringi (eins og þið séuð að búa til hvirfilvind í miðjunni á pottinum) og eggið látið varlega inn í miðjuna. Síðan leyft að liggja þar í 3-4 mínútur, þá veitt upp úr með gataspaða.
- Steikið brauðsneið upp úr smjöri og raðið álegginu síðan á hana í eftirfarandi röð: Ostur, klettasalat, avókadó, hleypt egg, mulið beikon, salt og pipar.

Jomm þetta er svoooo gott, held ég útbúi mér svona í hádeginu á morgun!