Speltbrauð á nokkrum mínútumEitt síðdegið í síðustu viku skelltum við mæðgur í þetta fína hollustubrauð. Við útbjuggum síðan safa í safapressunni og þetta varð að hollum og góðum kvöldverði þann daginn. Brauðið var ýmist borðað með smjöri og osti eða kotasælu og papriku/gúrku eftir því hvað hver vildi.

Speltbrauð á nokkrum mínútum uppskrift

 • 300 ml mjólk
 • 4 msk sítrónusafi
 • 370 gr spelthveiti
 • 90 gr haframjöl (gróft)
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 ½ tsk salt
 • 150 gr blönduð fræ

 1. Hitið ofninn 200°C
 2. Blandið sítrónusafa saman við mjólkina og leyfið að standa í um 5 mínútur.
 3. Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina og notið krókinn.
 4. Hellið mjólkurblöndunni saman við og blandið vel og því næst fræjunum.
 5. Spreyið brauðform með PAM og hellið deiginu í formið, stráið fræjum yfir áður en bakað.
 6. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kantarnir verða aðeins gylltir.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun