Súkkulaði og ávaxta fondueNiðurskornir ávextir og brætt súkkulaði er einn af uppáhalds eftirréttum dætra minna. Þær velja þetta fram yfir bland í poka og öll önnur sætindi ef þær mega velja. Ávextirnir eru svo ferskir og heitt súkkulaðið gerir þá að besta sælgæti sem hægt er að hugsa sér. Mikilvægt er bara að skera niður nóg af ávöxtum því það er ótrúlegt hvað þeir eru fljótir að hverfa!

Súkkulaði fondue með ávöxtum

Fyrir c.a fjóra

 • 1/2 niðurskorinn ferskur ananas
 • 250 gr hindber (2 öskjur)
 • 500 gr jarðaber (2 x 250 gr askja)
 • 3 stórir bananar
 • Litlir sykurpúðar eða annað sem ykkur langar að dýfa í súkkulaðið.
 • 250 gr suðusúkkulaði (saxað)
 • 100 gr Toblerone súkkulaði (saxað)

Skerið niður ávextina og bræðið súkkulaðið (báðar tegundir saman). Gott er að nota Fondue pott til að halda súkkulaðinu heitu en alls ekki nauðsynlegt. Þetta er venjulega það fljótt að klárast að hefðbundin skál dugar vel til að bera réttinn fram og grillpinnar ef þið eigið ekki Fondue pinna.

Njótið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun