SykurpúðakakóHvað væri betra en byrja nýja árið með smá gönguferð í góða veðrinu og útbúa síðan þetta ljúffenga heita súkkulaði.

Við mæðgur útbjuggum þetta um daginn og verð ég að segja að sykurpúðarnir komu skemmtilega á óvart. Ég er mikil rjómakona þegar kemur að heitu súkkulaði en þetta var frábærlega bragðgóð tilbreyting.

Sykurpúðakakó uppskrift

Fyrir 3-4 bolla, fer eftir stærð

 • 5 dl mjólk
 • 1 dl rjómi
 • 1 msk púðursykur
 • 60 gr suðusúkkulaði
 • 1 msk bökunarkakó
 • ½ msk smjör
 • Mini sykurpúðar

Setjið allt nema sykurpúðana í pott og hitið á meðalháum hita þar til vel blandað/bráðið og hrærið vel í allan tímann. Hellið síðan um ½ bolla kakó, setjið sykurpúða á milli, svo aftur kakó og aftur sykurpúða og njótið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun