Sykurpúðaís



Jæja, nú er kominn tími á færslu eftir fínt sumarfrí!

Ég veit ekki með ykkur en okkur fjölskyldunni í Mosfellsbænum þykir eiginlega allt sem inniheldur sykurpúða gott!

Þessa hugmynd fékk hún Inga vinkona mín fyrir sumarbústaðarferð vinahópsins fyrr í sumar. Við Inga erum sálufélagar þegar kemur að amerísku góðgæti og einhverju sem inniheldur dass af sykri, veseni, þolinmæði og vitleysu 🙂

Sykurpúðaís

  • Vöffluform (betra að sleppa því að hafa súkkulaðihjúpuð form, það bráðnar bara á grillinu)
  • Sykurpúðar (stórir klipptir í fernt eða litlir)
  • Súkkulaðidropar (eða gróft saxað dökkt súkkulaði)
  • Bananar (skornir í bita)
  • Gróft mulið hafrakex (notuðum Hobnobs að þessu sinni)

  1. Setjið gúmelaði að vild í hvert ísform og þjappið vel niður.
  2. Vefjið álpappír utan um ísformið og grillið í um 5 mínútur á meðalheitu grilli (snúið x1).
  3. Best er að nota síðan skeið til að gæða sér á þessu góðgæti.

Allt hráefni fyrir þessa hugmynd fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun