Jarðaberja mjólkurhristingurÞennan einfalda og góða „Strawberry Milkshake“ útbjó ég í gærkvöldi eftir garðstörfin. Ég verð að segja að Snælandsferðir mínar séu í hættu  því tilraunastarfsemi í „sjeik-gerð“ í Laxatungunni er að koma ansi vel út.

Jarðaberja mjólkurhristingur (2 frekar stór glös)

 • 1/2 líter vanilluís
 • 1 bolli mjólk (meira eða minna eftir smekk)
 • 10 meðalstór jarðaber
 • 5 msk jarðaberja-íssósa
 • Rjómi og súkkulaðispænir til skrauts

Aðferð

 1. Maukið jarðaberin ásamt jarðaberjasósunni í blandaranum.
 2. Setjið ísinn og mjólkina útí í litlum skömmtum þar til allt er vel blandað. Ef gerð er tvöföld uppskrift gæti verið betra að blanda þessu saman í hrærivélarskálinni eftir að berin hafa verið maukuð.
 3. Hellið í glös, skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó og einnig þessar ofur-krúttlegu glerkrúsir!

Tags:

One Reply to “Jarðaberja mjólkurhristingur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun