Bleiki dagurinn er í dag!



Bleikur dagur

Í dag, 16.október er BLEIKI DAGURINN.

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi í dag!

Þar sem bleikur er fallegur litur og við fjölskyldan búum í bleika hverfinu í Mosfellsbæ er viðeigandi að setja inn bleikar hugmyndir í dag.

Makkarónur (hér notaði ég bleikar kökur með jarðaberjafyllingu)

Jarðaberja mjólkurhristingur

Jarðaberjafrostpinnar

  • 1 ½ bolli jarðaber
  • 6 msk mjólk
  • 1 ½ bolli AB mjólk
  • 4 tsk Agave sýróp
  • ½ tsk vanilludropar
  1. Maukið 1 bolla af jarðaberjunum í blandara/matvinnsluvél.
  2. Skerið restina af jarðaberjunum í þunnar sneiðar.
  3. Blandið öllu varlega saman í skál og skiptið niður í frostpinnamót.
  4. Frystið að lágmarki í 4klst.

Allt hráefni í þessar uppskriftir fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun