Heitt jólakakó



Hvað er betra en heitt súkkulaði á veturna í kuldanum? Ekki margt, prófuðum smá nýjung í kakógerð um daginn, þetta var dásamlega gott!

Heitt jólakakó

Dugar í 2 góða bolla

  • 400 ml nýmjólk
  • 60 gr suðusúkkulaði
  • 2 msk heslihetusmjör
  • 1 msk smjör frá Gott í matinn
  • Smá salt
  • Þeyttur rjómi frá Gott í matinn og súkkulaðispænir til skrauts

aIMG_0279

  1. Setjið öll hráefnin (fyrir utan þeytta rjómann og súkkulaðispæninn) í pott og hitið yfir miðlungshita þar til vel blandað og súkkulaðið bráðið, hrærið vel í allan tímann.
  2. Hellið kakóinu í bolla og setjið vel af þeyttum rjóma yfir og smá súkkulaðispæni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun