Súkkulaði lakkrístoppar



Á þessu heimili eru lakkrístoppar bakaðir fyrir hver jól. Við gerum alltaf þessa hefðbundnu, gömlu góðu úr Hagkaupsbókinni en svo er gaman að prófa eitthvað nýtt líka.

Að þessu sinni settum við bökunarkakó saman við og stráðum því einnig yfir fyrir bakstur og ég verð að segja þessir koma sterkir inn fyrir súkkulaði og kakóunnendur!

Súkkulaði lakkrístoppar Uppskrift

  • 230 g púðursykur
  • 4 eggjahvítur
  • 150 g lakkrískurl
  • 2 msk bökunarkakó

 

  1. Þeytið saman púðursykur og eggjahvítur þar til stífir toppar myndast.
  2. Takið helming blöndunnar til hliðar og bætið bökunarkakói í þann hluta sem enn er í hrærivélarskálinni og blandið vel.
  3. Skiptið lakkrískurlinu niður í skálarnar tvær og blandið vel við hvora blöndu.
  4. Setjið blöndurnar þá saman og rétt snúið þeim saman (alls ekki of mikið því þið viljið fá marmaraáferð á kökurnar)
  5. Setjið kúfaðar teskeiðar á bökunarplötu, stráið smá bökunarkakói yfir og bakið við 180°C í 14-17 mínútur.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun