Almáttugur minn hvað þessi ostur var guðdómlegur! Ekki nóg hvað hann var fallegur heldur passaði þetta allt svo vel saman, kirsuberjasósan og valhneturnar. Svo gerði rauði liturinn hann jólalegan og krúttlegan þó auðvitað sé alltaf tilefni til að útbúa svona fallegheit.
Jólaostur með valhnetum uppskrift
- 1 stk Dala Auður
- Nokkrar msk af kirsuberjasósu (fæst í glerkrukku hjá sultunum)
- Til hamingju valhnetukjarnar, saxaðir
- Niðursoðin kirsuber til skrauts
Hitið ostinn á bökunarpappír/í eldföstu fati við 180°C í um 20 mínútur. Færið hann yfir á bakka/disk, hellið sósunni yfir, stráið valhnetunum þar næst og skreytið með niðursoðnum kirsuberjum. Gott að bera fram með hráskinku og kexi.