Þessar frábærlega góðu smákökur bakaði ég á dögunum. Ég hef alla tíð elskað allt með heslihnetum svo ég lauma þeim mögulega í óþarflega margar uppskriftir en það má bara alveg, þær eru svooooo góðar og „krönsí“!
Heslihnetusmákökur uppskrift
- 300 gr hveiti
- 40 gr bökunarkakó
- ½ matarsódi
- 1 ½ tsk Maizenamjöl/kartöflumjöl
- ½ tsk salt
- 170 gr smjör við stofuhita
- 150 gr púðursykur
- 150 gr sykur
- 1 egg + 1 eggjarauða
- 2 msk sterkt kaffi
- 80 gr suðusúkkulaðidropar
- 80 gr Til hamingju heslihnetur, gróft saxaðar
- Sigtið saman hveiti, kakó, matarsóda, maizenamjöl og salt og leggið til hliðar.
- Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
- Bætið þá eggjunum saman við og skafið niður á milli.
- Því næst fer kaffið saman við og svo þurrefnin í nokkrum skömmtum.
- Vefjið að lokum súkkulaðidropum og heslihnetum saman við.
- Plastið og kælið í að minnsta kosti 2 klst eða yfir nótt.
- Rúllið í stórar kúlur, um 2-3 msk hver, þrýstið aðeins á þær á bökunarplötunni og bakið við 175°C í 12-15 mínútur (Uppskriftin gefur um 20-22 stk).