Besta súkkulaðimús í heimi



Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa súkkulaðimús og alltaf verður hún betri og betri þar sem ég hef prófað mig áfram með aðferðina í gegnum tíðina.

Hér kemur því hin fullkomna uppskrift og aðferð fyrir ykkur að prófa!

Súkkulaðimús uppskrift

  • 500 ml rjómi
  • 400 gr suðusúkkulaði (saxað gróft)
  • 100 gr smjör
  • 4 egg

Aðferð

  1. Súkkulaði og smjör brætt í vatnsbaði þar til bráðið saman, tekið af hitanum og leyft að standa við stofuhita í um 10 mínútur (hræra í af og til á meðan).
  2. Eggin eru pískuð saman í skál og bætt saman við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum og blandað vel saman á milli.
  3. Rjóminn er stífþeyttur og um 1/4 af honum er vafið vel saman við súkkulaðiblönduna og síðan allri restinni af rjómanum þar til slétt og falleg ljósbrún súkkulaðimús hefur myndast (með því að skammta rjómann út í með þessum hætti komið þið í veg fyrir að músin skilji sig og verði kornótt).
  4. Hellið í litlar dessertskálar eða eina stóra skál og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
  5. Berið fram með þeyttum rjóma og skreytið með súkkulaðiskrauti eða berjum. Hér útbjó ég súkkulaðiskraut og sigtaði smá bökunarkakó yfir í lokin en oftast hef ég notað jarðaber eða rifsber til að skreyta með.

Hér er ein gömul og góð mynd af þessari dásamlegu mús, oft set ég hana líka í minni ílát/krukkur og einnig er hægt að setja hana í plastglös á fæti ef ferðast á með í partý/veislur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun