Baileys súkkulaðimúsÞessi dásamlega góða súkkulaðimús hentar vel sem eftirréttur þar sem hún er létt í sér og einstaklega bragðgóð.

Baileys súkkulaðimús uppskrift

 • 650 ml rjómi
 • 300 gr suðusúkkulaði (gróft saxað)
 • 75 gr smjör
 • 2 egg
 • 5 msk Baileys
 • Suðusúkkulaði og þeyttur rjómi til skrauts (um 100gr súkkulaði og 500 ml rjómi)

 1. Þeytið rjómann (650 ml) vel og setjið til hliðar.
 2. Bræðið súkkulaðið og smjörið á meðan saman í vatnsbaði.
 3. Takið súkkulaðiblönduna af pottinum þegar allt er bráðið og þeytið eggin út í með handpískara þar til vel blandað.
 4. Setjið Baileys út í blönduna og hrærið vel.
 5. Takið um 2/3 af rjómanum og vefjið saman við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum með sleif þar til vel blandað.
 6. Hellið 2/3 af  þessum hluta af súkkulaðimúsinni í um 8 glös og sléttið flötinn.
 7. Vefjið þá restinni af rjómanum (1/3) saman við það sem þið skilduð eftir af súkkulaðimúsinni til að útbúa ljósbrúnna lag fyrir næstu umferð og skiptið jafnt á milli glasanna (auðvitað er líka hægt að vefja allan rjómann saman við strax ef þið viljið einlita mús).
 8. Gott er að slá glasinu lauslega niður í borðið til að slétta músina á milli laga.
 9. Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt (munið að plasta).
 10. Þeytið rjóma og sprautið á músina þegar hún hefur stífnað og stráið súkkulaðiskrauti yfir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun