Fyrir rúmri viku síðan gæsuðum við vinkonurnar hana Gyðu okkar og byrjaði dagurinn hér heima í bröns. Við vorum með beikon, egg, pönnsur, Mímósu og ávexti og síðan útbjó ég einfalda útgáfu af súkkulaðimús með Nóa kroppi, það sem hún var góð og krúttleg!
Súkkulaðimús með Nóa Kroppi uppskrift
- 450 gr suðusúkkulaðidropar
- 110 gr smjör
- 2 eggjahvítur
- 600 ml þeyttur rjómi (fyrir músina sjálfa)
- 300 ml þeyttur rjómi (til að sprauta ofan á músina síðar)
- Nóa kropp til skrauts
- Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
- Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum.
- Eggjahvítunum er þá bætt útí, einni í einu og hrært vel á milli.
- Hluta af rjómanum blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif (um ¼).
- Síðan er restinni af súkkulaðiblöndunni hellt varlega saman við rjómablönduna og vafið með sleif þar til vel blandað.
- Skipt niður í litlar krúsir (þessi uppskrift dugði í 20 krúsir sem þessar en ef stærri dessert skálar eru notaðar eru þetta líklega á bilinu 8-12 skammtar).
- Kælið í nokkrar klukkustundir (eða yfir nótt) og sprautið þá vel af rjóma í hverja krús og stráið Nóa kroppi yfir.
Það tók enga stund að útbúa þessa dásemd, ég skellti í músina á föstudagskvöldinu og sprautaði rjómanum síðan á morguninn eftir og stráði Nóa kroppinu yfir.
Veðrið var dásamlegt og við sátum úti á palli með veitingarnar og dagurinn var frábær í alla staði!
Sæl Berglind
Selma heiti ég og vinna hjá Kötlu matvælaiðju, við erum með á makaði alveg frábært súkkulaðikökumix , sem væri frábært að nota í kökupinnana og allar afmæliskökur,má ég koma með nokkra pakka til þín og fá álit hjá þér varaðndi það ?
Og ekki væri verra ef yrði eitthvað um það á síðunni þinni.
Kveðja Selma