Þessi súkkulaðimús er hinn fullkomni eftirréttur að mínu mati 🙂
Ekki skemmir fyrir að hún er afar einföld og fljótgerð og væri tilvalin fyrir áramótaveisluna á morgun!
Uppskriftin hér að neðan er fyrir um 8 manns.
Súkkulaðimús
500 ml stífþeyttur rjómi
400 g suðusúkkulaði (saxað gróft)
100 g smjör
4 egg
Aðferð
1. Súkkulaði og smjör brætt í vatnsbaði, tekið af hitanum og hitanum leyft að rjúka aðeins úr (í um 10 mínútur).
2. Eggin eru pískuð saman og bætt saman við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum og hrært vel á milli.
3. Blandið fyrst um 1/4 af rjómanum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleif og síðan restinni af rjómanum og vefjið áfram þar til slétt og fín blanda hefur myndast.
4. Hellið í litlar dessertskálar eða eina stóra skál og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
Súkkulaðimúsin geymist vel í kæli svo lengi sem plast er yfir skálinni og hægt að gera hana með 2-3ja daga fyrirvara sé þess óskað.
Best er að bera músina fram með þeyttum rjóma og jarðaberjum. Ef skreyta á músina með þeyttum rjóma og berjum líkt og á myndinni mæli ég með að rjóminn sé settur á rétt áður en músin er borin fram svo hann gulni/leki ekki til.
Gleðilegt nýtt ár og hlakka til að vera með ykkur á komandi ári!
One Reply to “Einföld súkkulaðimús”