Súkkulaðimús með lakkrískeim



⌑ Samstarf ⌑

Í desember birti ég uppskrift af Omnom lakkrísmús sem ég fékk í vinnuni og sló svona rækilega í gegn! Ég vildi auðvitað prófa mig áfram með þetta dásamlega súkkulaði og ákvað að blanda saman minni uppáhalds uppskrift af súkkulaðimús við þessa lakkrísmús.

Úr varð þessi dásamlega súkkulaðimús með lakkrískeim sem er alveg mitt á milli að vera þessi hefðbundna og sú með lakkrísbragðinu. Algjörlega fullkomin blanda myndi ég segja!

Súkkulaðimús með lakkrískeim

  • 120 g Omnom súkkulaði með lakkrís og sjávarsalti
  • 180 g suðusúkkulaði
  • 85 g smjör
  • 3 egg
  • 500 ml rjómi + 400 ml til skrauts
  • Hindber og kökuskraut
  1. Saxið báðar tegundir af súkkulaði gróft niður og hitið í vatnsbaði ásamt smjörinu þar til bráðið og vel blandað.
  2. Takið skálina af hitanum og leyfið að standa við stofuhita í um 10 mínútur og hrærið reglulega í á meðan.
  3. Brjótið eggin í skál og pískið saman, blandið síðan saman við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum og hrærið vel á milli.
  4. Stífþeytið 500 ml af rjóma og vefjið um 1/3 af honum varlega saman við súkkulaðiblönduna. Síðan má setja restina af rjómanum og vefja áfram rólega þar til silkimjúk súkkulaðimús hefur myndast.
  5. Setjið músina í stóran sprautupoka og klippið gat á endann. Sprautið í lítil glös, krukkur eða skálar og kælið í amk 2 klst eða yfir nótt (uppskriftin dugar í 10-12 glös).
  6. Þeytið 400 ml af rjóma og sprautið ofan á músina þegar hún er orðin köld og skreytið með hindberjum og kökuskrauti.

Eitt hindber á toppinn og smá kökuskraut setur síðan punktinn yfir I-ið. Ég var í Hagkaup um daginn og sá að Omnom súkkulaðin eru komin í sölu þar svo það þarf ekki að leita langt yfir skammt til að framkvæma þessa uppskrift.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun