Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Hráfæðiskaka með pistasíubotni og jarðaberjum⌑ Kynning ⌑

Þessi kaka er eitt það fallegasta og mögulega hollasta sem ég hef útbúið fyrir síðuna! Það er mikilvægt að hafa jafnvægi á öllu í lífinu og auðvitað ekki hægt að borða gotterí og kökur í öll mál, nema jú ef það er svona hollt og gott.

C

Þessa hugmynd fékk ég úr smiðju Nirvana Cakery en þar er einmitt að finna ógrynni af hollum og glúteinlausum uppskriftum og ég hvet ykkur til að kíkja á þessa síðu þegar ykkur langar að útbúa eitthvað gómsætt og hollt.

Það er mikilvægt að nota hágæða hráefni þegar útbúa á svona fallegheit og auðvitað notaði ég Til hamingju vörurnar eins og svo oft áður.

Hráfæðiskaka með pistasíubotni og jarðaberjum uppskrift

Pistasíubotn

 • 100 g Til hamingju pistasíukjarnar
 • 50 g Til hamingju kókosmjöl
 • 50 g Til hamingju saxaðar döðlur
 • 30 g kókosolía
 1. Setjið pistasíukjarna í blandara/matvinnsluvél þar til vel hakkaðir.
 2. Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og maukið vel.
 3. Klæðið botninn á 15 cm smelluformi með bökunarpappír og þjappið pistasíublöndunni í botninn. Kælið á meðan jarðaberjahlutinn er útbúinn. Það er allt í lagi að gera þessa köku í aðeins stærra formi en þá verður hún bara þynnri fyrir vikið.

Jarðaberjahluti

 • 200 g “creamed coconut” (til í Hagkaup)
 • 50 g kókosolía
 • 2 msk maple sýróp
 • ½ sítróna, bæði safinn úr henni og börkurinn rifinn fínt niður
 • 250 g fersk jarðaber
 • Bræðið creamed coconut og kókosolíu saman við meðalhita þar til vökvakennt.
 • Bætið sýrópi, sítrónusafa og sítrónuberki saman við og hrærið vel.
 • Setjið jarðaberin í blandarann þar til maukuð og hrærið þeim að lokum saman við kókosblönduna í pottinum.
 • Hellið yfir pistasíubotninn og frystið í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
 • Smellið forminu varlega af, losið kökuna frá pappírnum og færið yfir á fallegan disk.
 • Kakan er síðan best geymd í kæli og fallegt er að skreyta hana með ferskum jarðaberjum, pistasíum og brúðarslöri.

Leave a Reply

Your e-mail address will not be published. Required fields are marked *

Nýlegar færslur

Vinsælar færslur

Fylgstu með á Instagram