Hráfæðiskaka með pistasíubotni og jarðaberjum



⌑ Samstarf ⌑

Þessi kaka er eitt það fallegasta og mögulega hollasta sem ég hef útbúið fyrir síðuna! Það er mikilvægt að hafa jafnvægi á öllu í lífinu og auðvitað ekki hægt að borða gotterí og kökur í öll mál, nema jú ef það er svona hollt og gott.

C

Þessa hugmynd fékk ég úr smiðju Nirvana Cakery en þar er einmitt að finna ógrynni af hollum og glúteinlausum uppskriftum og ég hvet ykkur til að kíkja á þessa síðu þegar ykkur langar að útbúa eitthvað gómsætt og hollt.

Það er mikilvægt að nota hágæða hráefni þegar útbúa á svona fallegheit og auðvitað notaði ég Til hamingju vörurnar eins og svo oft áður.

Hráfæðiskaka með pistasíubotni og jarðaberjum uppskrift

Pistasíubotn

  • 100 g Til hamingju pistasíukjarnar
  • 50 g Til hamingju kókosmjöl
  • 50 g Til hamingju saxaðar döðlur
  • 30 g kókosolía
  1. Setjið pistasíukjarna í blandara/matvinnsluvél þar til vel hakkaðir.
  2. Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og maukið vel.
  3. Klæðið botninn á 15 cm smelluformi með bökunarpappír og þjappið pistasíublöndunni í botninn. Kælið á meðan jarðaberjahlutinn er útbúinn. Það er allt í lagi að gera þessa köku í aðeins stærra formi en þá verður hún bara þynnri fyrir vikið.

Jarðaberjahluti

  • 200 g „creamed coconut“ (til í Hagkaup)
  • 50 g kókosolía
  • 2 msk maple sýróp
  • ½ sítróna, bæði safinn úr henni og börkurinn rifinn fínt niður
  • 250 g fersk jarðaber
  • Bræðið creamed coconut og kókosolíu saman við meðalhita þar til vökvakennt.
  • Bætið sýrópi, sítrónusafa og sítrónuberki saman við og hrærið vel.
  • Setjið jarðaberin í blandarann þar til maukuð og hrærið þeim að lokum saman við kókosblönduna í pottinum.
  • Hellið yfir pistasíubotninn og frystið í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
  • Smellið forminu varlega af, losið kökuna frá pappírnum og færið yfir á fallegan disk.
  • Kakan er síðan best geymd í kæli og fallegt er að skreyta hana með ferskum jarðaberjum, pistasíum og brúðarslöri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun