Fiskisúpa⌑ Samstarf ⌑

Það er eitthvað við snjóinn og veturinn úti sem hefur kallað óvenju mikið á súpugerð á þessu heimili að undanförnu!
Það er svo kósý að malla í eina góða súpu og jafnvel gera stóran skammt og eiga afgang aftur næsta dag og slá þannig tvær flugur í einu höggi.

Þessa dásamlegu súpu gerði ég fyrir Gott í matinn á dögunum og mæli svo sannarlega með að þið prófið hana á næstunni!

Fiskisúpa uppskrift

Fyrir 4-6 manns

 • 1 stk laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 3 gulrætur
 • 1 rauð paprika
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 flaska Heinz Chili sósa
 • 100 g tómatpúrra
 • 500 ml vatn
 • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
 • 400 g þorskur
 • 200 g lax
 • 350 g rækjur
 • Karrý, cayenne pipar, salt, pipar, fiskikrydd og fiskikraftur
 • Ólífuolía til steikningar
 1. Saxið niður lauk og hvítlauk og steikið upp úr vel af olíu og karrý þar til fer að mýkjast.
 2. Skerið gulrætur og papriku í strimla og bætið út í pottinn, kryddið með salti og pipar.
 3. Þegar grænmetið er tekið að mýkjast er kókosmjólk, chili sósu, tómatpúrru, vatni og rjóma hellt saman við, blandað vel og leyft að malla á meðan fiskurinn er skorinn niður.
 4. Hér er gott að krydda súpuna til með ceyenne pipar, fiskikryddi og krafti.
 5. Þorskur og lax er skorinn í teninga og rækjurnar skolaðar. Hægt er að hafa aðeins hefðbundnar rækjur en einnig er gott að blanda með smá af risarækju.
 6. Þegar súpan hefur fengið að malla í 20-30 mínútur er hún hituð að suðu og fiskurinn (og risarækjurnar ef þið notið slíkar) settur saman við í 5-7 mínútur (eftir stærð bitanna) og að lokum er minni rækjunum bætt saman við og suðunni leyft að koma upp að nýju og þá er súpan klár!
 7. Gott er að bera súpuna fram með góðu brauði en einnig er hún dásamleg ein og sér.

Við vorum í Tælandi yfir jól og áramót og keypti ég nokkur dásamleg krydd á Damnoen Saduak Floating Market og notaði ég einmitt karrýið sem ég keypti þar í þessa uppskrift.

Það var mikil upplifun að sigla um á þessum markaði og prófuðum við eitt og annað matarkyns sem hægt var að kaupa beint upp úr bátunum hjá fólkinu! Kókosísinn var geggjaður, sumir meira fyrir sticky rice og ávextirnir maður minn, svo ferskir og guðdómlegir.

Ef þið farið til Tælands mælum við 100% með heimsókn á þennan „Floating market“.

Menningin og stemmingin dásamleg.

Mmmmm….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun