Blómkáls- og brokkolísúpa⌑ Samstarf ⌑

Flestir í kringum mig eru að leita af einhverju fljótlegu, hollu og góðu þegar kemur að matmálstíma virka daga. Margir eru að fá heitan mat í hádeginu og börnin líka svo ekki er þörf á stóreldamennsku hvern dag.

Við á mínu heimili erum oftar en ekki með eitthvað létt í matinn virka daga. Miðjudóttir mín elskar blómkáls- og brokkolísúpu og veit ég ekki hversu oft ég hef útbúið slíka með smá „tvisti“. Ég var því ekki lengi að hugsa mig um þegar ég var beðin um að útbúa eitthvað gómsætt fyrir Knorr þó svo ég hefði sannarlega geta valið eitthvað allt annað þar sem mikið er til af girnilegum vörum frá þessu vörumerki.

Hér kemur því dásamleg og súperfljótleg uppskrift sem þið getið galdrað fram á innan við hálftíma eftir að komið er heim úr vinnunni. Uppskriftin er fyrir um það bil 4 svo hægt er að minnka hana eða auka eftir hentugleika.

Blómkáls- og brokkolísúpa

Uppskrift

 • 2 pk blómkáls- og brokkolísúpa frá Knorr
 • 12 dl vatn
 • 1 ½ dl mjólk
 • 1 ½ dl rjómi
 • ½ blómkálshaus
 • ½ brokkolihaus
 1. Setjið vatn í pott, hellið súpuduftinu út í og blandið vel. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann og leyfið að malla í um 5 mínútur, hræra oft í á meðan.
 2. Bætið næst rjóma ásamt niðurskornu blómkáli og brokkolí saman við og hækkið hitann aftur að suðu og leyfið síðan að malla við lagan hita í 20-25 mínútur eða þar til grænmetið fer að mýkjast. Munið að hræra reglulega í súpunni á meðan með sleif.
 3. Gott er að bera súpuna fram með nýju brauði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun