Hráköku jógúrtís með hindberjum



Ætli það sé ekki nauðsynlegt að fylgja aðeins heilsuæðinu sem janúar hefur í för með sér. Ég er mikill sælkeri en aðhyllist að sjálfsögðu uppskriftir sem eru gómsætar og hollari en margar aðrar. Ég er búin að vera í smá tilraunastarfsemi með heilsusamlegri uppskriftir undanfarið og mun ég birta ýmsar hugmyndir hér á síðunni á næstunni svo endilega fylgist með.

Þessir litlu bollaköku-hrákökuísar eru yndislega gómsætir og frábært að útbúa marga litla og eiga í frystinum þegar ykkur langar í eitthvað smá sætt og gott án þess að fá allt of mikið samviskubit.

Hrákökubotn

  • 1 bolli möndlumjöl
  • 2 msk kókosmjöl
  • 3 msk brædd kókosolía
  • 2 msk bökunarkakó
  • 2 tsk vanilludropar
  • 6 döðlur
  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið.
  2. Setjið um 1 msk af blöndu í bollakökuform sem komið hefur verið fyrir í álformi. Hér notaðist ég við formin úr IKEA en þau eru hærri og grennri en mörg hver og kemur þetta ótrúlega vel út í þeim.

Hráköku-jógúrtís

Jógúrtís

  • 4x 180gr af vanillu léttjógúrti (eða öðru jógúrti sem ykkur þykir gott)
  • 150 ml léttþeyttur rjómi (má sleppa og nota aðeins jógúrt)
  • Fersk hindber frá Driscoll‘s
  1. Setjið 4x jógúrt saman í skál.
  2. Þeytið rjómann og blandið saman við jógúrtið með sleif ef þið kjósið að nota rjóma.
  3. Hellið blöndu yfir hrákökubotnana og stingið nokkrum hindberjum ofan í.
  4. Frystið í amk 2 klst.
  5. Gott er að plasta þann hluta sem ekki á að njóta strax og laumast síðan í einn og einn góðan ís þegar hentar án mikils samviskubits. Gott er að taka ísinn út aðeins áður en hans á að njóta til að mýkja hann örlítið upp.
  6. Þessi blanda gerir um 12-16 litla „bollakökuísa“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun