Jarðaberja skyrköku kokteilla236

Eins og þið hafið líklega tekið eftir síðan í haust þá er ég búin að vera ansi dugleg að prófa mig áfram með ostakökur. Mér finnst mjög gaman að útbúa fljótlegar ostakökur sem ekki þarf að baka og bera þær fram í litlum glösum/skálum þannig að hver fær sinn eigin eftirrétt. Auðvitað má yfirfæra þessa uppskrift (eins og margar aðrar) yfir í eina stóra grunna skál og get ég lofað ykkur að bragðið er það sama.

a204

Þessi ostakaka heppnaðist mjög vel, jarðaberjagljáa er hellt yfir fersk jarðaberin og passa þau einstaklega vel með mjúkri vanillublöndunni og kexinu.

a185

Botn og kaka

 • ¾ pk Lu digestive kex
 • 40gr smjör
 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 300gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 • 1,5 dl flórsykur
 • 2 tsk vanillusykur

Gljái og skraut

 • 2,5 dl jarðaber (maukuð í blandara)
 • 2,5 dl sykur
 • 3 msk Maizenamjöl
 • 2 dl vatn
 • Rauður matarlitur (ef óskað er eftir sterkari rauðum lit)
 • Fersk Driscoll‘s jarðaber til skrauts
 1. Byrjið á því að útbúa gljáann. Setjið maukuð jarðaberin, sykur, Maizenamjöl og vatn í pott. Hitið að suðu og lækkið þá hitann niður í meðalhita. Sjóðið í um 5-8 mínútur þar til blandan þykknar og hrærið í allan tímann. Kælið á meðan botn og kaka er útbúið.
 2. Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara.
 3. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar.
 4. Þeytið rjómann upp í topp og geymið.
 5. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.
 6. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna með sleif.

a225

Samsetning

(8-10 glös, fer eftir stærð)

 1. Setjið góða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverju glasi og ýtið aðeins upp kantana.
 2. Skiptið rjómaostablöndunni milli glasanna úr sprautupoka, gott er að jafna úr blöndunni með lítilli skeið svo hún verði þétt og falleg í glasinu.
 3. Skerið fersk jarðaber niður og setjið vænan skammt ofan á hverja köku.
 4. Setjið að lokum 1-2 msk af jarðaberjagláa yfir berin og leyfið að leka niður á kökuna.
 5. Kælið þar til bera á fram, amk 1 klst.
 6. Athugið að hægt er að útbúa allt kvöldinu áður en þá geyma að setja berin og gljáann á kökuna. Muna bara að plasta glasið/skálina áður en ostakökunni er stungið í kælinn til að geyma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun