Sjóræningjapinnar



Kristján sonur Írisar vinkonu varð 3 ára á dögunum og var sjóræningjaþema hjá honum. Þar sem ég á enga stráka finnst mér alltaf gaman að fá að taka þátt í slíkum undirbúningi hjá vinkonum mínum. Mig hefur lengi langað að útbúa sjóræningjapinna en aldrei látið verða af því svo hér koma þeir!

Kökukúlurnar

  • 1x Betty Crocker Devils kökumix (bakað skv.leiðbeiningum á pakka)
  • 1/2-2/3 af Betty Crocker Vanilla Frosting
  • 1 poki hvítt Candy Melts
  • 1/2 poki rautt Candy Melts
  • Matarolía til þynningar
  • Kökupinnaprik (um 30stk)
  • Hvítt kökuskraut, rauð hjörtu (kökuskraut), lítið smarties eða annað rautt kökuskraut og svartur matarlitarpenni

Aðferð

  • Myljið kökuna og blandið kreminu saman við.
  • Rúllið í jafnstórar kúlur (rúmlega 1msk hver), plastið og kælið í 2-3 klst (eða yfir nótt).
  • Bræðið Candy Melts og þynnið eftir þörfum.
  • Dýfið pinnunum fyrst alveg í hvíta hjúpinn og leyfið að storkna.
  • Dýfið því næst 1/2 pinnanum í rauðan hjúp og dýfið örlítið á ská. Raðið hvítu kökuskrauti á rauða hlutann áður en hann storknar (einnig hægt að bíða þar til storknar og útbúa hvítar doppur með hvítu súkkulaði)
  • Takið til rautt kökuskraut/smarties og rauð hjörtu.
  • Setjið örlítið af rauðu súkkulaði á aðra hlið kökupinnans með tannstöngli og festið smarties/kökuskraut og rautt hjarta á hvern pinna.
  • Leyfið pinnunum að storkna og teiknið þá andlit með svörtum matarlitapenna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun