
Sýrópsgljáðar möndlur uppskrift
- 500gr Rapunzel möndlur með hýði
- 1/2 tsk sjávarsalt
- 3-4 msk Agave sýróp
- 1 msk ljós matarolía

- Hitið ofninn 130°C.
- Hitið sýróp og salt í potti við vægan hita í stutta stund (til að þynna aðeins blönduna).
- Takið af hellunni og hrærið möndlunum saman við þar til þær fá allar smá sýrópshjúp, bætið þá olíunni saman við og blandið betur.
- Hellið í ofnskúffu klædda bökunarpappír og dreifið úr.
- Bakið í um 30 mínútur og hrærið í blöndunni nokkrum sinnum á meðan.
- Varist að ofrista möndlurnar og það er allt í lagi þó þetta sé örlítið klístrað þegar það er tekið út, sýrópið harðnar þegar það kólnar.
- Brjótið möndlurnar í sundur þar sem þarf áður en þær kólna alveg.

Share the post "Sýrópsgljáðar möndlur"