Sýrópsgljáðar möndlur



Sýrópsgljáðar möndlur uppskrift

  • 500gr Rapunzel möndlur með hýði
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 3-4 msk Agave sýróp
  • 1 msk ljós matarolía

  1. Hitið ofninn 130°C.
  2. Hitið sýróp og salt í potti við vægan hita í stutta stund (til að þynna aðeins blönduna).
  3. Takið af hellunni og hrærið möndlunum saman við þar til þær fá allar smá sýrópshjúp, bætið þá olíunni saman við og blandið betur.
  4. Hellið í ofnskúffu klædda bökunarpappír og dreifið úr.
  5. Bakið í um 30 mínútur og hrærið í blöndunni nokkrum sinnum á meðan.
  6. Varist að ofrista möndlurnar og það er allt í lagi þó þetta sé örlítið klístrað þegar það er tekið út, sýrópið harðnar þegar það kólnar.
  7. Brjótið möndlurnar í sundur þar sem þarf áður en þær kólna alveg.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun