Ég er ein af þeim sem elska marmarakökur. Amma Guðrún bakar alveg rosalega góða marmaraköku og þarf ég að fara að fá hjá henni uppskriftina til að setja hingað inn. Ætli ég sé ekki að trassa það því ég er búin að finna svo undurgott kökumix sem ég hef verið að nota undanfarið.
Betty Crocker marmarakakan úr mixinu er æðislega góð! Ég hef boðið oft uppá hana með kaffinu því það er svo fljótlegt að henda í eitt kökumix með litlum fyrirvara, ekkert krem og ekkert stúss, bara ísköld mjólk með volgri köku…Mmmmm
Marmarakaka
- Swirl kökumix
- 4 egg
- 90ml matarolía
- 210ml vatn
- 2msk bökunarkakó
- Hitið ofninn 160°C
- Setjið hvíta mixið í skál ásamt olíu, eggjum og vatni, blandið vel.
- Hellið í vel smurt form (brauðform eða hringlaga form) og skiljið um 1/5-1/4 eftir til að dekkja.
- Setjið kakóblönduna (sem fylgir með) ásamt 2msk af bökunarkakó saman við restina, hellið í línu yfir ljósa deigið og blandið með slönguhreyfingu saman við hvíta deigið til að ná marmaraáferðinni.
- Bakið í um 45mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn.
Ég mæli með þið prófið þessa því hún er svo sannarlega komin á top-10 kökumixalistann minn!
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó