Crépes með hvítlaukssósu



⌑ Samstarf ⌑

Ég hef alla tíð haft mikið dálæti af Crépes fylltum með hrísgrjónum og öðru góðgæti. Man eftir mér á Kökuhúsinu í Borgarkringlunni í gamla daga að gæða mér á þessu og í seinni tíð í Perlunni. Mikið sem mér þótti sorglegt að missa veitingastaðinn með Crépes úr Perlunni um leið og það var held ég alveg kominn tími á breytingar á því rými.

Ég hef í mörg herrans ár útbúið þetta á þessu heimili og oftast með skinku en stundum með rækjum. Best þykir mér að hafa hvítlaukssósu en sinnepssósan þykir einnig góð.

Hér er þetta því komið fyrir ykkur að prófa og ég get sagt ykkur að þetta er afar vinsælt hjá okkur!

Crépes með hvítlaukssósu

Crépes uppskrift

  • 140 g hveiti
  • 450-500 ml mjólk
  • 3 egg
  • 2 msk sykur
  • 40 g bráðið smjör
  • ½ tsk salt
  1. Sigtið hveitið og blandið um helmingnum af mjólkinni saman við það í hrærivélinni.
  2. Setjið þá egg, sykur, bráðið smjör og salt saman við og blandið vel, skafið niður á milli og losið frá köntunum á skálinni.
  3. Hellið að lokum restinni af mjólkinni en varist að gera deigið of þunnt, prófið frekar að baka eina pönnuköku og þynna með mjólk ef of þykkt. Ég notaðist við hefðbundna pönnukökupönnu.
  4. Uppskriftin gefur um 12 crépes pönnukökur.

Fylling

  • Hrísgrjón (karrý, paprikukrydd, salt)
  • Skinka
  • Ostur
  • Iceberg, blaðlaukur, paprika
  • Hvítlaukssósa frá E. Finnsson
  1. Sjóðið um 2 bolla af hrísgrjónum samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema hrærið kryddum fyrst saman við í vatninu (ég notaði um 1 msk paprikukrydd, ½ msk karrý og 1 tsk salt).
  2. Hitið skinku og ost saman á pönnu (ég notaði 2 skinkusneiðar á hverja köku og 3 ostsneiðar á hverja skinkusneið).
  3. Saxið niður grænmetið.
  4. Fyllið crépes með grjónum, skinku, osti, grænmeti og nóg af hvítlaukssósu. Einnig er gott að nota sinnepssósu fyrir þá sem kjósa það heldur.

Síðan er auðvitað hægt að fylla þessar pönnukökur með súkkulaði, ís, ávöxtum eða öðru girnilegu og hver veit nema ég prófi það á næstunni fyrir ykkur!

Tags: -

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun