
Í haust bakaði ég forsíðuköku fyrir kökublað MBL en var að átta mig á því ég hef ekki sett eina einustu mynd af henni hingað inn.
Ég var reyndar í algjörum flýti að ná með kökuna í myndatöku og tók því ekki eina einustu mynd sjálf svo þessi fallega forsíðumynd verður að duga okkur.
Um er að ræða tæplega 2 x Betty Crocker mix með kaffi- og súkkulaðismjörkremi á milli og vanillukremi á hliðunum. Ég bakaði sex botna sem voru 15 cm í þvermál en notaði aðeins fimm. Þrjá setti ég í neðri hlutann og plaststoðir og pappaspjald á milli áður en næstu tveir komu ofan á. Síðan litaði ég hluta af vanillu smjörkreminu á hliðunum, var búin að slétta hvíta hlutann þegar ég setti smá og smá af öðrum litum á og dró létt til með spaða.
Ég var að gera frumraun mína með smá abstrakt skreytingu og langar mig að prófa mig aðeins meira áfram í því á næstunni því þetta kom virkilega skemmtilega út.
Fallega skiltið pantaði ég eins og svo oft áður hjá Hlutprent.
Í 15 ára afmæli elstu dóttur minnar prófaði ég líka svipaða útgáfu af köku en þið getið lesið ykkur til um þá frétt hér.