Kjúklingaréttur með kartöfluflögutoppi⌑ Samstarf ⌑
Einfaldur kjúklingaréttur

Þessi kjúklingaréttur bjargaði svo sannarlega geðheilsunni hér á þessu heimili í gær! Það er svo gaman þegar tilraunastarfsemi heppnast vel og almáttugur hvað þessi réttur er góður! Ég setti hluta af honum í sér form fyrir litluna mína þar sem hún elskar ekki stóra bita af grænmeti í svona réttum og það var ekkert mál því öllu er raðað saman eftirá!

Hvað er í matinn?

Ég rakst á hugmyndir af réttum á netinu þar sem snakk var sett á toppinn á ofnréttum og ákvað að gera mína útfærslu af kjúklingarétti með þessum hætti. Þetta kom virkilega vel út og ég þarf klárlega að prófa fleiri slíkar!

Kjúklingaréttur með kartöfluflögum

Kjúklingaréttur með kartöfluflögutoppi

 • 5 x litlir Tilda hrísgrjónapokar, soðnir (um 300 g)
 • 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúlingalæri (1 poki)
 • 150 g sveppir
 • ½ brokkolíhaus
 • 1 laukur
 • 2 x kjúklingasúpa í dós (2 x 295 g)
 • 150 g Philadelphia rjómaostur
 • 2 msk. fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar
 • Rifinn Cheddar ostur
 • ½ poki Maarud snakk með salti og pipar
 • Filippo Berio ólífuolía
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og undirbúið kjúkling, grænmeti og sósu á meðan.
 3. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk og leggið til hliðar á disk.
 4. Steikið þá, á sömu pönnu niðurskorið brokkolí upp úr vel af olíu, kryddið eftir smekk og hellið eins og 50 ml af vatni á pönnuna í lokin til að mýkja aðeins brokkolíið. Þegar vatnið hefur gufað upp má færa brokkolíið yfir á disk og steikja sveppi og lauk.
 5. Skerið sveppi og lauk niður, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk, setjið á á diskinn með brokkolíinu.
 6. Næst má setja kjúklingasúpurnar, rjómaostinn og kraftinn á pönnunna og hræra vel þar til þykk sósa hefur myndast. Kryddið til eftir smekk.
 7. Raðið næst í eldfast mót; hrísgrjónin fara í botninn, því næst kjúklingabitarnir, svo grænmetið og þá má hella sósunni yfir allt saman.
 8. Stráið vel af rifnum osti yfir og toppið með Maarud snakki.
 9. Bakið í ofni í um 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og snakkið tekið að dökkna örlítið.
 10. Ef þið gerið þennan rétt með fyrirvara má plasta hann og setja í kæli en þá er gott að hita hann við 180°C í um 30 mínútur.
Maarud snakk í kjúklingaréttinn

Þetta er auðvitað eitt uppáhalds snakkið okkar svo ég var ekki lengi að ákveða hvaða snakk yrði fyrir valinu í þessa tilraunastarfsemi.

Góður kjúklingaréttur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun