Karrýkjúklingur



Kjúklingaréttur

Það er hreinlega ekkert sem getur klikkað við þennan karrýkjúklingarétt, því get ég lofað!

Karrýkjúlli

Þessi réttur er ofureinfaldur og dásamlega góður. Það tekur enga stund að elda hann og skella honum í fatið. Á meðan hann mallar síðan í ofninum er hægt að leggja á borðið og ganga frá öllu öðru. Ég elska slíkar máltíðir!

Karrý og kjúklingur

Karrýkjúklingur

Fyrir 4-6

  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 pk. TORO karrýsósa
  • 1 stk. saxaður laukur
  • 500 ml rjómi
  • 450 ml vatn
  • Salt, pipar, cheyenne pipar og BEZT á flest
  • Rifinn ostur
  • Ólífuolía til steikingar
  • Hrísgrjón, hvítlauksbrauð, ferskur ananas og kóríander (meðlæti)
  1. Brúnið kjúklingalærin á pönnu upp úr ólífuolíu og BEZT á flest kryddinu og raðið þeim síðan í eldfast mót á meðan þið útbúið sósuna (á sömu pönnunni og óþarfi að þrífa hana á milli).
  2. Bætið olíu á pönnuna og brúnið laukinn, kryddið með salti og pipar.
  3. Hellið þá rjóma og vatni út á laukinn og hrærið báðum karrýsósupökkunum saman við og kryddið eftir smekk. Farið varlega með cheyenne piparinn og smakkið sósuna til þar til þið eruð sátt.
  4. Hellið henni yfir kjúklingalærin í eldfasta mótinu, rífið vel af osti yfir og bakið við 180°C í um 35 mínútur.
  5. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, ferskum ananasbitum og góðu brauði.

Þessi karrýsósa er dúndurgóð og einfaldar eldamennskuna til muna!

Ég er síðan komin með algjört æði fyrir þessu kryddi eftir að ég byrjaði í samstarfi við Lindsay og nota óspart á hina ýmsu rétti, meira að segja ofan á hrökkbrauð með kotasælu og fersku grænmeti, hvet ykkur til að prófa.

Kjúklingur í karrý

Það toppar síðan réttinn að hafa ferskan kóríander með en það má að sjálfsögðu sleppa því fyrir þá sem ekki vilja.

TORO karrýsósa

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun