ÍspartýÍspartý

Það þarf sannarlega ekki alltaf að vera flókið til að slá í gegn!

Þegar það kemur að afmælum, vinahittingum, öðrum veislum eða bara kósýkvöldi er mikilvægt að láta hugmyndaflugið njóta sín og ef það er ekki tími til að baka eða útbúa einhver ósköp þá er íspartý alltaf snilldarlausn!

Afmæli íspartý

Bara það að raða saman litríkum skálum og nammi gerir lífið svo skemmtilegt og það sem krakkar (já og reyndar fullorðnir líka) elska þetta!

Hér er ég búin að setja alls kyns sælgæti í falleg glös frá Rúmfatalagernum (keypti hlaupkúlurnar í ísbúð en annað í matvöruverslun).

Sjeik

Það tekur enga stund að útbúa mjólkurhristing og að geta sett hann í svona hentugar fjölnota krúsir með röri er alls ekki verra en þau fást einnig í Rúmfatalagernum, uppskrift af mjólkurhristingi finnið þið hér að neðan.

ís

Í þessar krúttlegu skálar passaði að setja tvær ískúlur og hver og einn valdi sér sósu og nammi eftir smekk. Það er mjög sniðugt að hafa skálarnar svona litlar því oft fær fólk sér meira ef það er stór skál og getur síðan ekki klárað. Það er alltaf betra að koma bara aftur og fá sér meira og þá er líka hægt að útbúa nýjan og öðruvísi ísrétt ef úr nægu er að velja.

Þessar æðislegu skálar voru á undir 300 krónur 4 stk. saman í pakka og ég held ég þurfi að þjóta til að kaupa eins og tvo pakka í viðbót til að eiga fyrir næsta partý. Ekki amalegt að geta boðið heilu partýi upp á ís í svona dásamlegum skálum og stelpurnar mínar elskuðu þetta!

Mjólkurhristingur

Mjólkurhristingur á tvo vegu

Súkkulaðihristingur

1 stórt glas

 • 4 kúlur af vanilluís
 • 4 Oreo kexkökur
 • 100-200 ml mjólk (eftir því hversu þykkan þið viljið hafa hann)
 • Súkkulaðisósa (íssósa tilbúin)
 1. Setjið allt nema súkkulaðisósu í blandarann og blandið þar til kexið er orðið af mylsnu.
 2. Sprautið súkkulaðisósu innan á drykkjarkrúsina, hellið hristingnum ofan í glasið og setjið lokið á.

Jarðaberjahristingur

1 stórt glas

 • 4 kúlur af vanilluís
 • 4 Oreo kexkökur
 • 10 stk. fersk jarðaber
 • 100-200 ml mjólk (eftir því hversu þykkan þið viljið hafa hann)
 • Setjið allt saman í blandarann og blandið þar til kexið er orðið af mylsnu.
 • Hellið í glasið, setjið lokið á og njótið.
Afmæli

Ég ELSKA svona litrík og skemmtileg partý og vinir mínir brosa eflaust út í annað þegar þeir sjá þessa færslu því þetta er svo lýsandi fyrir mig að það hálfa væri hellingur!

ís í krús

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun