Rjómalagaður pestókjúklingur



⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingapasta með rjómasósu

Rjómalöguð sósa, kjúklingur og tagliatelle er skotheld samsetning!

Kjúklingur og tagliatelle með pestó og grænmeti

Ég útbjó þennan kvöldmat á dögunum og mikið sem hann var góður! Bæði ungir sem aldnir tóku vel til matar síns svo það má með sanni segja að þessi hafi hitt í mark!

Kjúklingaréttur með rjóma og pestó

Rjómalagaður pestókjúklingur uppskrift

Fyrir um 4-5 manns

  • 4 kjúklingabringur
  • ½ saxaður rauðlaukur
  • 3 rifin hvítlauksrif
  • ½ gul, ½ rauð, ½ græn paprika í strimlum
  • Nokkrir perlu-rauðlaukar (eða ½ rauðlaukur til viðbótar)
  • 100 g Sacla Sun Dried Tomato pestó
  • 500 ml rjómi
  • 1 msk. kjúklingakraftur
  • Kjúklingakrydd
  • Salt og pipar
  • Ólífuolía til steikingar
  • Basilíka
  • Parmesanostur
  • Soðið Tagliatelle
  1. Skerið bringurnar í tvo hluta (langsum) og steikið stutta stund upp úr ólífuolíu til að loka þeim og kryddið til með kjúklingakryddi. Færið þá í eldfast mót og eldið við 180°C í um 20 mínútur í ofninum á meðan annað er útbúið.
  2. Sjóðið Tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  3. Steikið á meðan lauk/perlulauk, hvítlauk og papriku upp úr ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk.
  4. Hellið næst pestó og rjóma yfir grænmetið og kryddið til með krafti og kryddum.
  5. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má blanda honum saman við rjómasósuna og bera fram með tagliatelle og góðu brauði.
  6. Gott er síðan að rífa parmesan ost og strá ferskri basilíku yfir allt saman.
Kjúklingur með Sacla pestó og rjóma

Mér áskotnuðust þessir perlu rauðlaukar um daginn og ég hef satt best að segja aldrei prófað að nota slíka í matargerð. Ég ákvað að prófa þá, víst ég átti þá til og þeir voru æðislegir, svo sætir og ljúffengir og síðan eru þeir svo fallegir svona litlir. Auðvitað má sleppa þeim og nota meiri rauðlauk í staðinn en ef þið rekist á þá í búðinni þá mæli ég með að þið prófið.

Pestókjúklingaréttur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun