
Þessar kjúklingabringur voru alveg hrikalega góðar. Fylltar með rjómaosti og spínati, velt upp úr brauðraspi svo þær yrðu stökkar og góðar og svo dásamlegur Mozzarellaostur með basilíku settur ofan á í lokin, namm!

Fylltar kjúklingabringur með mozzarella
- 4 kjúklingabringur
- 200 g spínat
- 2 hvítlauksrif
- 150 g rjómaostur frá Gott í matinn
- 50 g rifinn Reykir ostur
- 2 pískuð egg
- Ljós brauðraspur
- 8 tsk. rautt pestó
- 12 mozzarellakúlur með basilíku
- Fersk basilíka
- Salt og pipar
- Matarolíusprey
- Ólífuolía til steikingar
- Setjið hverja kjúklingabringu í sterkan poka og fletjið út með buffhamri.
- Steikið hvítlauk og spínat upp úr ólífuolíu þar til það mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
- Stappið saman spínat, rjómaost og rifinn Reyki, leggið til hliðar.
- Setjið vel af spínatblöndu við endann á hverri kjúklingabringu, rúllið upp og reynið að vefja endana inn undir.
- Veltið upp úr eggi og því næst brauðraspi.
- Leggið á ofnskúffu og reynið að þjappa endunum aðeins undir, samt líka allt í lagi þó það leki smá spínatblanda út.
- Spreyið vel með matarolíuspreyi og bakið í 220°C heitum ofni í 25 mínútur.
- Takið þá úr ofninum, setjið 2 teskeiðar af rauðu pestó yfir hverja bringu og raðið 3 mozzarellakúlum þar ofan á og setjið í ofninn aftur í um 5 mínútur. Að lokum má strá smá af ferskri basilíku yfir bringurnar.

Þessar Mozzarellakúlur eru algjör snilld fyrir ykkur sem ekki hafið prófað!

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM