Lasagna⌑ Samstarf ⌑
Lasagna uppskrift

Mamma og pabbi komu í mat um helgina þar sem þau eru á leið til Krítar í vikunni og það var allt of langt síðan við hittum þau síðast. Ég var að prófa nýja uppskrift og það voru allir sammála um að þetta væri mjög, mjög, mjög gott!

Einfalt lasagna

Mamma á líka frábæra uppskrift af lasagna sem er samt mjög ólíkt þessari hér og ég þarf að fá hana hjá henni og setja líka hingað inn fyrir ykkur í vetur.

Lasagna og rauðvín

Brolio Chianti Classico rauðvínið passar einstaklega vel með þessum rétti.

Mér finnst síðan best að kaupa gott hakk í kjötbúð og síðan finnst mér ekki taka því að malla í svona dásemd nema hafa uppskriftina nokkuð stóra því ef það eru ekki að koma gestir í mat þá má nota restina daginn eftir og sleppa þannig við eldamennsku. Það er svo auðvelt að hita þetta upp með álpappír yfir og hver elskar ekki svona 2/1 uppskriftir!

Ferska pastað frá RANA er dásamlegt, svo miklu betra en pakkaplötur og líka minna vesen og styttri eldunartími. Sósurnar frá Cirio pössuðu síðan fullkomlega í þennan rétt.

Ég gat ekki valið hvora ég ætti að nota svo ég notaði bara eina af hvorri tegund og það kom mjög vel út.

Lasagna

Fyrir um 8 manns

 • 900 g nautahakk
 • 1 stk. laukur (smátt saxaður)
 • 4 stk. hvítlauksgeirar (smátt saxaðir)
 • 2 x Cirio pastasósa (1 x með tómat og chili og 1x með tómat og basil, 420 g hvor)
 • 1 lúka söxuð fersk basilika
 • 1 msk oregano
 • Salt, pipar, papriku- og hvítlauksduft eftir smekk
 • Ólífuolía til steikingar
 • 350 g RANA lasagnaplötur (um 1 ½ bréf)
 • 200 g rjómaostur
 • 1 stk. egg
 • Ostur og parmesanostur eftir smekk
 1. Steikið laukinn þar til hann fer að mýkjast og bætið þá hakkinu saman við. Kryddið til með salti, pipar, papriku- og hvítlauksdufti eftir smekk.
 2. Hellið pastasósunum saman við ásamt basiliku og oregano og leyfið að malla á meðan þið útbúið restina.
 3. Hitið ofninn 180° og takið til eldfast mót og smyrjið með olíu/smjöri (frekar djúpt, annars stærra ef það er lægra).
 4. Stappið saman rjómaost og egg í skál og geymið.
 5. Rífið vel af osti og hafið til taks (rífið svo eftir þörfum).
 6. Raðið lasagna saman í eftirfarandi röð x 3 lög (allt í lagi að lasagnaplöturnar skarist aðeins): Lasagnaplötur, rjómaostablanda (smyrjið yfir pastað), hakk og síðan rifinn parmesan og ostur eftir smekk.
 7. Bakið í ofni í 30-35 mínútur og berið fram með salati, góðu hvítlauksbrauði og ekki er verra að hafa rauðvín með þessum rétti.

Namm, þetta var svo gott!
Cirio pastasósurnar fást á eftirfarandi stöðum: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Nóatúni og Super 1 Hallveigarstíg.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM líka!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun