Heitur púrrulauksbrauðréttur⌑ Samstarf ⌑
Heitur réttur

Það elska allir sem ég þekki heita brauðrétti!

Ég hef útbúið þá nokkra í gegnum tíðina og einhvern veginn gerir maður alltaf sömu réttina. Nú ætla ég hins vegar í átak að prófa nýja brauðrétti og þessi hér er algjört dúndur!

Brauðréttur

Fyrir sósuna sem hellt er yfir réttinn notaði ég púrrulaukssúpu frá TORO og allir sem réttinn smökkuðu voru á einu máli um að hann væri frábærlega góður og því er um að gera að hugsa út fyrir kassann í brauðréttagerð!

Brauðréttur í 'ofni

Heitur púrrulauksbrauðréttur uppskrift

 • ½ fransbrauð
 • 1 lítill brokkolihaus
 • 1 stk. paprika
 • ½ púrrulaukur
 • 1 pk. TORO púrrulaukssúpa
 • 500 ml rjómi
 • 300 ml vatn
 • 200 g skinka
 • 1 stk. brie ostur
 • Rifinn ostur
 • Smjör og olía
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 1. Smyrjið eldfast mót vel með smjöri og skerið skorpuna af brauðinu.
 2. Þekið botninn vel með brauði og geymið restina af sneiðunum þar til síðar.
 3. Skerið brokkoli í munnstóra bita og saxið papriku og púrrulauk. Steikið brokkoli í olíu og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti. Þegar það byrjar að brúnast má setja eins og 5 msk af vatni á pönnuna og leyfa því að gufa upp (þannig mýkist kálið).
 4. Bætið þá lauk og papriku saman við ásamt meiri olíu og kryddið til.
 5. Dreifið grænmetisblöndunni yfir brauðið í botninum og útbúið sósuna á meðan á pönnunni.
 6. Hrærið púrrulauksduftinu saman við rjómann og vatnið og hrærið vel þar til þykkist, takið þá af hellunni.
 7. Skerið brie ostinn í litla bita ásamt skinkunni. Dreifið því óreglulega yfir grænmetið ásamt restinni af brauðinu (rífið það niður).
 8. Því næst má hella sósunni yfir allt saman og rífa vel af osti yfir.
 9. Bakið síðan við 180°C í um 30 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun